Starfið í desember

Jæja kæru félagar, upp er runninn desembermánuður og ýmislegt sem honum fylgir. Fálkaskátasveitin Víkingar sem fundar á miðvikudögum hefur lokið vikulegu fundahaldi fyrir jólin vegna prófalesturs og prófaanna foringjanna. Fálkaskátasveitin Þórshamar og drekaskátarnir í Huginn&Muninn halda störfum áfram út þessa viku og næstu, síðustu fundir 11. og 13. desember.

Svo endum við öll starfið saman á Jólafundinum niðri í heimili sunnudaginn 16. desember. Jólafundurinn hefst með dagskrá fyrir skátana klukkan eitt og lýkur með léttum veitingum fyrir foreldra og skáta um klukkan þrjú.

Svo eru það blessuðu óskilamunirnir. Það er ótrúlegt hvað til fellur af óskilamunum/fötum. Við höfum gert allt sem við getum til að koma til skila en mikið er eftir. Fyrir jólin munum við hafa sýningu á óskilamunum/fatnaði í skátaheimilinu. Sá fatnaður sem ekki gengur út þá “fær frelsi”, þ.e. verður færður Rauða krossinum. Aðgerðin “Björgum fötunum” verður auglýst nánar síðar hér á heimasíðunni.