Fjör í afmælisveislu – starfið hafið

Miðvikudaginn 9.janúar síðast liðinn urðu Landnemar 63 ára og var því haldinn afmælisfundur. Þó nokkuð margir létu sjá sig allt frá drekaskátum og upp úr. Ýmisleg skemmtileg dagskrá var í boði m.a. spil, leikir og sig. Eftir það var svo haldin stutt kvöldvaka þar sem margir sýndu leiklistarhæfileika sýna í sprenghlægilegum skemmtiatriðum. Veislunni lauk svo að sjálfsögðu með afmælisköku og kakó.

Nú er líka starfið hafið að nýju eftir áramót og eru vikulegir fundir á sömu tímum og áður.