Víkingar í sveitarútilegu

Laugardaginn 15. desember fóru tíu skátar úr fálkaskátasveitinni Víkingar í sveitarútilegu. Förinni var heitið í skála að nafni Hleiðra sem stendur við Hafravatn. Lagt var af stað um hádegisbilið og eftir að allir höfðu komið sér fyrir í skálanum var strax haldið út í leiki. Um kvöldið grillaði liðið sér mat og kveikti eftir það varðeld þar sem sagðar voru sögur. Þessi stórskemmtilegi dagur endaði svo með næturleik en að honum loknum skriðu skátarnir þreyttir ofan í poka.