Ratleikur fyrir fálkaskáta á sunnudaginn

Sunnudaginn næsta verður haldinn ratleikur í Laugardalnum á vegum Multi Culti. Leikurinn hefst kl. 14:00 og tekur rúman klukkutíma. Hann er opinn öllum krökkum á fálkaskátaaldrinum (10-12 ára) og er þátttakendum algjörlega að kostnaðarlaus, en verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins. Tilvalið er fyrir fálkaskátaflokka að mæta á þennan stórskemmtilega viðburð. Mæting er við hliðina á Farfuglaheimilinu (Sundlaugaveg 34).

Foringjar Landnema verða á staðnum og munu taka á móti krökkunum. Frekari upplýsingar veitir Elmar Orri (eog13(hjá)hi.is).