Gistikvöld og sumardagurinn fyrsti

24. Apríl verður gistikvöld í Landnemaheimilinu í tilefni sumardagsins fyrsta. Mæting er í Háuhlíð klukkan 5. Við munum grilla, leika og hafa gaman saman og náum okkur síðan í fegurðarblund áður en við höldum niður á Arnarhól í skrúðgöngu þar sem við göngum upp í Hallgrímskirkju í messu. Í lok messunar förum við svo saman á Miklatún í leiki og fáum okkur pylsur.

Skátarnir eiga að koma með svefnpoka, morgunmat, skátabúning eða landnemapeysu og skátaklút. Um að gera að klæðast síðan eftir veðri.

Sjáumst hress og kát