Lok vetrarstarfsins, sumarið tekur við

Nú er þessi stórkostlegi vetur kominn á enda og tekur nýtt skátasumar við. Fálkaskátasveitirnar Víkingar og Þórshamar hafa nú lokið vetrarstarfi sínu en drekaskátarnir í Huginn&Muninn eru með sinn síðasta fund í næstu viku þriðjudaginn 14. maí. Rekkaskátasveitin Rs.Plútó er í fríi eins og sendur vegna mikillar prófatarnar en starfið hefst svo hjá þeim hefst í lok maí með tjaldútilegu.

Í sumar verður ýmislegt í boði fyrir skáta félagsins en þar ber hæst Viðeyjarmótið sem haldið verður dagana 20. – 23. júní. Viðeyjarmót er skátamót sem haldið er af Landnemum og er í boði fyrir skáta allstaðar að af landinu. Þátttakendaaldur mótsins er frá fálkaskátum og upp úr (10+) en drekaskátarnir og aðrir áhugasamir geta að sjálfsögðu kíkt í heimsókn. Fararstjórar Landnema á mótið eru þau Jonni og Hulda Rós en þau ætla að halda upplýsingafund fyrir foreldra miðvikudaginn 29. maí. Undibúningsfundur fyrir skáta á leið á mótið verður svo haldinn í byrjun júní. Skráning Landnema á mótið er hafin og getur þú skráð þig eða barnið þitt með því að smella á skráningar hnappinn hér fyrir neðan.

Síðan heldur sumardagskráin áfram Í byrjun júlí, en þá ætlum við Landnemar að fara í Óvissuferð. Hún verður í boði fyrir alla skáta í félaginu og verður eflaust gríðarlega skemmtileg. Í lok sumars förum við svo í félagsútilegu og eitthvað fleira skemmtilegt. Betri upplýsingar um þessa síðar nefndu viðburði verða veittar síðar.

Að lokum er að nefna Útilífsskólann, sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8 – 12 sem haldið er af Landnemum ásamt öðrum skátafélögum. Betri upplýsingar um útilífsskólann er að finna hér.

Hlökkum til að skátast í sumar 🙂