Fjölskylduútilega Landnema verður haldin 9. – 11. ágúst. Þetta er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að kynnast skátastarfi. Gist verður í tjöldum og verða fjölskyldur að koma með sín eigin tjöld. Ef það er vandamál eiga Landnemar líka einhver tjöld sem er hægt að fá lánuð.
Við viljum einnig benda á að ekki er nauðsynlegt að koma með fjölskyldunni, skátaflokkurinn getur einnig mætt sjálfur eins og í öðrum útilegum.
Við stefnum á að hafa útileguna á tjaldsvæðinu í Heiðmörk.
Endilega skráið ykkur sem fyrst. Þá koma fleiri upplýsingar í tölvupósti á þá sem eru skráðir. Þetta er til þess að vera ekki að senda óþarfa tölvupóst á þá sem ekki ætla að koma!
Ýtið hér til að skrá — Skráning