Í sumar mun skátafélagið halda úti sumarstarfi. Þessir viðburðir eru opnir öllum skátum í Landnemum. Sumarstarfið eru þrjár dagsferðir sem þarf að skrá sig í. Hver dagsferð kostar 1000 kr. Mæting er í skátaheimili Landnema, klukkan 16:30.
Miðvikudaginn 10. júlí – Óvissuferð
Miðvikudaginn 17. júlí – Vífilsfell
Miðvikudaginn 24. júlí – Hellaskoðun
Hérna má nálgast skráningarformið:
https://docs.google.com/forms/d/1gjvcBGsnDoPn-v8Hfr0vg_fzk5TATGVQQHncv8xLVPA/viewform
Einnig verður haldin fjölskylduútilega helgina 7. – 9. ágúst. Þessi útilega er fyrir alla fjölskylduna en auðvitað mega skátarnir koma sjálfir ef fjölskyldan er upptekin. Þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskylduna til að kynnast skátastemmingunni.
Nánari upplýsingar um útileguna koma seinna en þá verður staðsetning og dagskrá kynnt.