Á fulla ferð…

Glaðbeitt erum við Landnemar lögð af stað i starfsárið 2013 – 14. Spennandi vetur er hafinn.

Drekaskátar (7 – 9 ára), Fálkaskátar (10 – 12 ára), Dróttskátar (13 – 15 ára) og Rekkar (16 – 18). Allir hópar byrjaðir.
Sjá fundartíma hér að neðan á heimasíðunni.
Komið og verið með, aldrei of seint að byrja eða taka upp þráðinn.

Framundan eru skemmtilegir skátafundir, uppákomur og félagsútilega fyrir jól. Minnum líka á stórviðburð ársins, Landsmót skáta næsta sumar í Kjarnaskógi við Akureyri. Þangað fara Landnemar.

Við erum komin á fulla ferð.

Leitið upplýsinga um skátastarfið, t.d. á nýrri heimasíðu skátahreyfingarinnar,  skatarnir.is
Netfang okkar er landnemi@landnemi.is