Vetrarstarfið hefst

Jæja kæru Landnemar, nú fara vikulegir fundir aftur í gang eftir sumarið. Fundirnir hefjast í þessari viku samkvæmt dagskránni sem er að finna hér fyrir neðan.

Mæting er fyrir alla krakka á fundi fyrir þeirra aldursbil í vikunni. Það er um að gera að draga vini með sér að koma að prufa á fyrstu fundi, það kostar ekkert
að prufa nokkur skipti.

Það þarf að skrá alla, bæði gamla og nýja meðlimi félagsins fyrir starfsárið 2013 – 2014. Árgjaldið er 20.000 kr. og er 20% systkinaafsláttur fyrir þau systkini sem koma á eftir því fyrsta. Hægt er að greiða bæði með millifærslu og á skrifstofu félagsins.

Rn. 0111-26-510091

Kt. 491281-0659

Sjáumst hress og fersk eftir sumarið í Háuhlíðinni í vikunni.