Breskir skátar koma í heimsókn

Kæru Landnemar og aðstandendur. Ykkur er boðið á kvöldvöku í skátaheimilinu, Háuhlíð 9, n.k. fimmtudagskvöld klukkan 20:00.
Tilefnið er að skátaflokkur frá Bretlandi er að koma í heimsókn og við ætlum að sýna þeim hvernig íslenskir skátar skemmta sér með því að halda alvöru kvöldvöku með gítarspili, kakó og kexi.
Allir eru velkomnir og áætlað er að vera um klukkutíma saman.