FÉLAGSÚTILEGAN 25. – 27. OKTÓBER

Landnemar efna til félagsútilegu helgina 25. – 27. OKTÓBER n.k.fyrir fálkaskáta, dróttskáta, rekka og eldri.

Farið verður og gist í Skátafelli við Skorradalsvatn sem er upphitað og vandað hús í eigu Akranesskáta. Við Skátafell og nágrenni eru góðir útivistarmöguleikar.

Þátttökugjald er kr. 7.500.- (Innifalið er: Ferðir, fæði, gisting í skála og dagskrá).

Þátttakendur mæti í Skátaheimili Landnema í Háuhlíðinni á föstudag kl. 18:30. Ætlast er til að skátarnir hafi þá snætt kvöldverð. Farangur: Skátarnir séu útbúnir með fatnað og sæng eða svefnpoka. Tilbúnir til að takast á við tveggja sólarhringa dvöl að heiman og útivist. Útbúnaðarlista til viðmiðunar er hægt að nálgast hér á síðunni. Best er að hafa farangur í einni merktri tösku, t.d. æfingatösku e.þ.l., – ekki lausa plastpoka. Hver og einn ber ábyrgð á eigin farangri. Ekki hafa nammi og farsíma- og tölvuleikjanotkun verður takmörkuð.

Dagskrá

Á dagskránni eru margskonar leikir og störf inni sem úti og er skipulagning hennar er í höndum foringja Landnema. Á föstudagskvöldið verður haldin hátíðleg vígsluathöfn þar sem nýjir skátar vígjast inn í skátahreyfinguna og fá sinn skátaklút. Sérstakur dagskrárliður verður settur upp á laugardeginum: „Hrekkjavökuþema“. Þá er gjarnan ætlast til að skátarnir komi undir það búnir að heiman, séu með einfaldan “hrekkjavökuklæðnað”. Tekið er fram að alls ekki er ætlast til að fólk rjúki til og fari í búðir að kaupa. Margt gæti leynst í skápum og kirnum heima fyrir. Við munum andlitsmála þá sem vilja og gera aðrar skyldar ráðstafanir og mun dagskrá laugardagsins frá kl. 16 til kvölds bera keim að þessari uppákomu. Kvöldvakan um kvöldið gæti því reynst litskrúðug og spennandi!

Matur

Hollusta og hagsýni, – þetta er stefið. Hafragrautur, brauð og ávextir á morgnana. Miðdags- og kvöldhressing. Planið er Spaghetti Bolognese á laugardagskvöldi og pylsur í brauði í hádeginu á sunnudag.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu Landnema á skrifstofutíma í síma 561-0071 eða á netfangið landnemi@landnemi.is fyrir frekari upplýsingar.

Öll vinna við framkvæmd útilegunnar er unnin af foringjum Landnema og eru handtökin mörg eins og gefur að skilja. Undirbúningur og framkvæmd dagskrár, matarinnkaup og matseld, frágangur, þrif og óteljandi liðir við stússið. Öll hjálp forráðafólks við framkvæmdina er vel þegin og oft reynist slík aðstoð skemmtileg fyrir fólk.

Mikilvægt: Það er afar mikilvægt að foringjarnir séu rétt upplýst af hálfu forráðafólks, um sérþarfir barnanna hvað varðar ofnæmi, lyf og skylda hluti.

Og eitt má ekki gleymast:

Allir þátttakendur þurfa að vera í góðu skapi. Þá stefnir allt í skemmtilega helgi!