Verðið lækkar!

Góðar fréttir eru að berast frá skipulagsnefnd félagsútilegunnar. Í ljós kom að leiguverðið á skálanum er mun ódýrara en í fyrstu var talið svo að þáttökugjaldið í útileguna lækkar úr 7.500 kr. niður í 6.500 kr.

Svo gleymdist víst að nefna einn afar mikilvægan lið í færslunni hér á undan. Það þurfa allir að skrá sig í félagsútileguna.

Skráning fer fram HÉR. Þið sláið inn kennitölu skátanns og veljið svo “Félagsútilega Landnema, Skorradal 25.-27. október”. Til þess þarf skátinn að vera skráður í félagið og það er hægt að gera HÉR ef hann er ekki skráður núþegar.

Hlökkum til að sjá ykkur öllsömul.