Kynning á Landsmóti skáta 2014

Fyrsti kynningarfundur fyrir Landnema, foreldra og skáta verður í skátaheimilinu Háuhlíð 9 núna á fimmtudaginn kl. 17:30. Við fáum sérstaka gesti frá landsmótinu til að kynna mótið og hvetjum hér með alla til að koma.

Fyrir marga er þátttaka á landsmóti skáta stærsti og skemmtilegasti viðburðurinn í skátastarfi. Þar hittast skátar alsstaðar að af landinu og einnig koma margir erlendir skátar á mótið. Landsmót skáta verður næst haldið að Hömrum við Akureyri í júlí á æsta ári.

Slík mót eru að jafnaði haldin á þriggja ára fresti sem þýðir á sérhver skáti fær einungis eitt tækifæri til að taka þátt í landmóti á hverju skátaaldursskeiði eftir Drekaskátaaldurinn.  Það er því mikilvægt að við leggjum okkur fram og gerum þátttöku okkar skáta sem besta og eftirminnilegasta.