LANDNEMAJÓL! LANDNEMAÁR

Landnemar sigla nú inn í jólahátíðina. – Vonandi bíða okkar nýjar lendur og ný ævintýri á nýju ári. Við horfum með spenningi til Landsmótsins fyrir norðan í sumar og svo auðvitað Landnemamótsins í Viðey í júní.

Við hefjum starfið á nýju ári þann 9. janúar, en einmitt þann dag verða Landnemar 64 ára. Tökum öflugan þátt í starfinu á nýju ári og njótum þess. Munum að í skátastarfinu eru hvorki til áhorfendabekkir né varamannabekkir, við erum þátttakendahreyfing. Baden – Powell (1857 – 1941), stofnandi hinnar alþjóðlegu skátahreyfingar sagði: „KOMUM OG GERUM“, en hann sagði ekki „farðu og gerðu“.

Landnemar senda öllum skátum, öðrum vinum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýjárskveðjur. Heill – gæfa – gengi!

LANDNEMAR.