Afmæli Landnema 9.1.2014 – nánar

1. Veðurspáin: Hiti rétt yfir frostmarki. Vindur (í 10m hæð) 8 m/s. Úrkoma engin.
2. Göngufæri: Mjög hált. Gott að hafa mannbrodda (litla).
3. Birtuskilyrði: Ekki góð. Gott að hafa vasaljós eða ennisljós.
4. Fatnaður: Hlýr og þægilegur, húfur og vettlingar eru nauðsyn. Þetta er nánast útivera í 1,5 klst.
5. Skapferli: Góða skapið bráðnauðsynlegt.
6. Búið er að panta 50 manna rútu. Ef fleiri mæta er reiknað með að þeir fari með einkabílum.
7. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í rútuna, bara mæta.
8. Kvöldvakan á að hefjast kl. 19:30.