Afmæli Landnema

Áríðandi – Skátafélagið Landnemar 64 ára

Næstkomandi fimmtudag 9. janúar á Skátafélagið Landnemar afmæli. Í tilefni dagsins ætlar félagið að bjóða í afmælisferð. Farið verður að Gvendarbrunnum. Vegna vatnsverndarlaga er allt þetta svæði lokað almenningi. Þetta er því einstakt tækifæri til að skoða verndarsvæðið sem er fullt af fallegri náttúru.

Mæting er klukkan 17:00 í skátaheimilið, Háuhlíð 9. Við förum með rútu og leggjum fyrir utan svæðið. Því næst göngum við um svæðið og fáum að skoða allt vel og vandlega. Mikilvægt er að allir séu klæddir fyrir útiveru og með vasa- eða höfuðljós.

Eftir skoðunarferðina förum við aftur með rútu niður í Háuhlíð þar sem við ætlum að hafa smá kvöldvöku. Kaffi og kakó í boði!

Við hvetjum alla foreldra til að taka þátt í afmælinu. Það er einnig hægt að koma bara í kvöldvökuna ef fólk kemst ekki í ferðina.

Þessi viðburður er upphaf starfsins og skátafundir byrja á reglulegum tímum eftir afmælið.

Félagsútilega 24.- 26. janúar

Félagsútilega Landnema verður haldin 24.- 26. janúar á Úlfljótsvatni. Farið verður með rútu frá skátaheimilinu, Háuhlíð 9. Öllum skátum félagsins er boðið í ferðina og foreldrar eru velkomnir líka. Kvöldvakan á laugardeginum er alltaf skemmtileg og það væri frábært ef einhverjir foreldrar kæmu í heimsókn á hana.

Frekari upplýsingar um verð, dagskrá og ferðir koma í næstu viku!

>