Sumardagurinn fyrsti! – Hátíðarhöld Landnema í ár fara fram á Klambratúni.
Þar verða Landnemar með útilæti og hamagang. frá kl. 13. Þetta verður skemmtilegt. Við reisum tjöld og verðum með hoppukastala, klifurgræjur og útileikföng. Jafnvel verður boðið upp á eldun matarkyns gegn vægu gjaldi í fjáröflunarskyni fyrir þátttakendur á Landsmót skáta í sumar. Gestir okkar verða skátafélagar okkar úr Skjöldungum.
Landnemar munu því hvorki vera með næturgistingu í Hlíðinni, né fara í skipulega skrúðgöngu til kirkju þennan dag, en hefðbundinn sumarfagnaður (skátamessa) verður að sjálfsögðu í Hallgrímskirkju kl. 11. Við hvetjum alla sem vilja, til að vera þar.
Viðburðurinn á Klambratúninu er haldinn í samvinnu við SAMTAKA samstarfsvettvang æskulýðsfélaga í hverfinu og verður heilmargt annað um að vera á svæðinu, harmónikuspil, danssýning, boltaþrautir auk þess sem slökkviliðsbílar verða sýndir.
Verið velkomin á Klambratún, gleðilegt sumar!