Sveitarútilega fálkaskáta

Næstkomandi föstudag ætla fálkaskátar í Landnemum að fara í sveitarútilegu í skátaskálann Vífilsbúð í Heiðmörk. Útilegan markar lok vetrarstarfsins og upphafið á komandi skátasumri. Við ætlum að leggja af stað frá skátaheimilinu Háuhlíð 9 um sjöleitið á föstudaginn og koma heim rúmum sólarhring síðar. Við ætlum sem sagt að gista eina nótt og fást við ýmislegt skemmtilegt bæði á laugardegi og föstudagskvöldi en meðal dagskrárliða er útieldun, gönguferð, hellaskoðun og fleira skemmtilegt.

Mikilvægt er að skátarnir skrái þátttöku í síðastalagi á fimmtudaginn svo hægt sé að gera ráðstafanir varðandi fjölda í ferðum og mat.

Skráning fer fram hér: https://secure.skatar.is/felagatal/eventRegistration.aspx 

Þátttökugjald er 5.000 kr. og innifalið í því er allur matur, gisting, ferðir og dagskrá.