Viðeyjarmót 2014 – með sól í hjarta

Nú fer senn að líða að okkar árlega Landnemamóti í Viðey. Það verður haldið helgina 20. – 22. júní og er skráning komin á fullt. Viðeyjarmót er opið mót fyrir alla skáta á landinu en er haldið af skátum úr Landnemum. Þemað í ár er “Með sól í hjarta”. Þáttökualdur er fyrir fálka-, drótt og rekkaskáta en fjölskyldur og yngri skátar eru hjartnalega velkomin út í eyju en mjög vinsælt er að kíkja í heimsókn á laugardeginum og taka m.a. þátt í kvöldvökunni.
Fararstjóri Landnema á mótið er Kári Brynjarsson sem stefnir einnig með hópinn norður á Landsmót í júlí. Viðeyjarmótið er einmitt frábært undirbúningsmót fyrir Landsmót þar sem skátarnir geta viðrað nýja útilegubúnaðinn og rifjað upp ýmislegt sem gleymst hefur yfir veturinn.
Mótsgjaldið er 3500 kr. og ofan á það leggst svo kostaður við sameiginlegan mat og er heildar gjaldið þá 6000 kr. Innifalið í því er ferja, tjaldsvæði, matur, dagskrá, mótsmerki og mótsbók.

Upplýsingasíða mótsins er www.videyjarmot.is og þar er tengill yfir á skráningu.

Hlökkum til að sjá sem flesta!