
Fararstjóri Landnema á mótið er Kári Brynjarsson sem stefnir einnig með hópinn norður á Landsmót í júlí. Viðeyjarmótið er einmitt frábært undirbúningsmót fyrir Landsmót þar sem skátarnir geta viðrað nýja útilegubúnaðinn og rifjað upp ýmislegt sem gleymst hefur yfir veturinn.
Mótsgjaldið er 3500 kr. og ofan á það leggst svo kostaður við sameiginlegan mat og er heildar gjaldið þá 6000 kr. Innifalið í því er ferja, tjaldsvæði, matur, dagskrá, mótsmerki og mótsbók.
Upplýsingasíða mótsins er www.videyjarmot.is og þar er tengill yfir á skráningu.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
