Félagsútilega Landnema, 24.-26. október

Fyrri félagsútilega Landnema verður haldin næstkomandi helgi, 24.-26. október. Ferðinni er heitið í Skorradal en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar, rennandi vatn, rafmagn og dýnur. Útilegan er fyrir fálkaskáta og eldri

Mæting í Háuhlíð 9 kl. 19 á föstudag.
Brottför frá Skorradal kl. 14 á sunnudag svo heimkoma er um 15:30.
Verð: 6000 kr.                                                                                                                 Skátar geta nálgast útbúnaðarlista á skátafundum í vikunni og foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir. Allur matur er innifalinn í verðinu.