Landnemar 65 ára

Skátasveitin Landnemar var stofnuð í Skátafélagi Reykjavíkur 9. janúar 1950. Þar liggur upphaf Landnema og við þann atburð miðar Skátafélagið Landnemar afmælisdag sinn. Í dag eru Landnemar sjálfstætt, alhliða og fullburða skátafélag, eitt af 8 skátafélögum í Reykjavík. Landnemar munu minnast 65 ára afmælisins og fagna hinn 10. janúar n.k. (laugardagur).

ÓVISSUFERÐ / afmælisferð / fjölskylduferð í boði Landnema.

10. janúar 2015 kl. 13:30.
Mæting við Skátaheimilið að Háuhlíð 9. – Brottför í rútu.
Stutt ökuferð, – útivera, leikir, póstar. Innivera, söngur og gleði, heitt kakó og veitingar.
Komið aftur í Hlíðina kl. 17:15

Allir skátar í Landnemum, fjölmennum í afmælisboðið.
Við hvetjum foreldra/forráðafólk skáta að koma með. Systkini velkomin.

Munið: Gönguskór/stígvél og útivistarfatnaður.
Skátabúningur /skátaklútur.

Sjáumst í afmælisskapi á nýju ári!

Heimdallar