Landnemar á VETRARMÓTI!

Stórglæsilegt VETRARMÓT REYKJAVÍKURSKÁTA var haldið á Úlfljótsvatni helgina 16. – 18. janúar.  Að sjálfsögðu voru Landnemar þar. Þar hittu skátarnir okkar krakka úr öðrum skátafélögum og upplifðu vetrarríkið fyrir austan í prýðisveðir, köldu og björtu. Dagskráin var fjölbreytt; bogfimi, sleðarennsli, klifur, kyndlagerð, snjóhúsagerð, skyndihjálp o.m.fl.
Helgin var flott og skátarnir ánægðir en þreyttir þegar heim var komið.

– Alltaf stækkar reynsluheimurinn!

Renna sér á gúmmíbát

Síga niður turninn á Úlfljótsvatni

Merki mótsins – eftir Hauk Haraldsson

Fleiri myndir frá helginni er að finna hér.