Landnemar halda nú í félagsútilegu.
Ferðinni er heitið austur að Úlfljótsvatni. Þar gistum við góðar aðstæður í hlýjum og vistlegum skálum skátanna. Útilegan er fyrir alla skáta; Drekaskáta, Fálkaskáta, Dróttskáta og eldri. Dagskrárverkefni útilegunnar eru þó miðuð við hvert aldursstig skátastarfsins.
Mæting í Háuhlíð 9 kl. 19 á föstudag. – Þátttakendur hafi þá þegar snætt kvöldmat.
Brottför frá Úlfljótsvatni er kl. 14 á sunnudag, svo koma í Háuhlíð er um kl. 15. Verð: 7.500 kr. Vinsamlega greiðið með millifærslu í heimabanka: Kennitala Landnema: 491281 0659. Reikningur: 0111-26-510091 Mikilvægt! Skýring: Nafn skátans. Senda afrit kvittunar i tölvupósti til: landnemi@landnemi.is
Innifalið í verði: Fararstjórn, ferðir, matur, gisting, dagskrárgerð og efni.
Forráðafólk skáta beri ábyrgð á að klæðnaður og annar útbúnaður sé eftir aðstæðum. Sérhver þátttakandi ber ábyrgð á og gæti að eigin útbúnaði.
Forráðafólk skáta er að sjálfsögðu velkomið, en í samráði við foringja.