9. janúar 2016.
Landnemar fagna nýju ári með ferð „ÚT Í BLÁINN“ á 66 ára afmælisdeginum, næstkomandi laugardag, 9. janúar. Lagt verður af stað með rútu í boði Landnema laugardaginn kl. 13 (stundvíslega) og komið í bæinn aftur síðdegis eða um kl. 17.
Í fyrra fórum við líka í óvissuferð á þessum degi, þegar við fórum út í Gróttu. Ákvörðunarstaðurinn nú er líka óvænt en skemmtilegt útisvistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu, en þar verður útivistaruppákoma og síðan heitt kakó og veitingar inni í notalegu húsnæði.
Við bjóðum skátum, foreldrum/forráðafólki og systkinum endilega að koma og taka þátt í þessum fyrsta viðburði skátaársins 2016.
– Fjölmennum í afmælisferðina „ÚT Í BLÁINN“.
– Munum: Klæðnaður eftir aðstæðum!
Með kveðju, Landnemar
PS:
Skátafundir hefjast svo fimmtudaginn 14. janúar á venjulegum tímum:
- Drekaskátar (8 – 9 ára) kl. 18 – 19
- Fálkaskátar (10 – 12 ára) kl. 18:30 – 20
- Dróttskátar (13 – 15 ára) kl. 20 – 21:30