Fundurinn verður haldinn í skátaheimili Landnema, Háuhlíð 9, miðvikudaginn 24. febrúar 2016 og hefst hann kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar.
- Fulltrúi stjórnar SSL gerir lauslega grein fyrir starfi og fjárhagsstöðu SSL.
- Lagabreytingar.
- Kosning félagsforingja.
- Kosning fjögurra skáta í stjórn félagsins.
- Kosning eins skoðunarmanns reikninga.
- Önnur mál.
Stjórn hefur ekki borist tillaga um breytingu á lögum félagsins. Lög félagsins má skoða HÉR.
Á fundinum verður kosið í stjórn félagsins. Leit stendur yfir af áhugasömu fólki. Ef foreldrar barna í félaginu hafa áhuga á að sitja í stjórn og hafa spurningar vegna þess er hægt að hafa samband gegnum netfangið landnemi@landnemi.is.