Landnemar komu sterkir inn á Vetrarmóti Reykjavíkurskáta á Úlfljótsvatni nú um helgina 29. – 31. janúar þar sem við vorum með 30 manna hóp. Alls voru um 160 skátar á mótinu úr öllum félögunum í Reykjavík. Vetrarblíða, sólskin, snjóleikir, útivera, samvera og skemmtilegheit. Frábær helgi fyrir skáta á öllum aldri, bíðum spennt eftir vetrarmóti að ári.
Fleiri myndir frá helginni er hægt að sjá á facebook síðu Landnema
https://www.facebook.com/Landnemi