Landsmót skáta – Leiðangurinn mikli!

Landsmót skáta 2016 verður haldið við Úlfljótsvatn dagana 17 – 24 júlí. Landsmót Skáta er eitt stærsta skátamót sem haldið er á Íslandi og verður haldið í 29. skiptið, þema mótsins að þessu sinni er Leiðangurinn mikli.

Mótsgjaldið er kr. 54.000. Almennur skráningarfrestur er til 15. febrúar og vinsamlega athugið að eftir það hækkar mótsgjaldið um 5% eða í 56.700 krónur.

Innifalið í mótsgjaldinu er fullt fæði allan tímann, dagskrá, ofið mótsmerki, mótsbók, einkenni mótsins, mótsblað og allur undirbúningur og aðbúnaður á mótsstað. Boðið verður uppá að skipta greiðslum mánaðarlega með greiðsluseðil eða á greiðslukort. Greiðslum þarf að vera lokið fyrir 1. júní.

Skráning á mótið er þegar hafin á skráningarvef mótsins.

Allar frekari upplýsingar um mótið má finna á http://skatamot.is/.

landsmotsbanner