Á – Landsmót skáta 2016

Mótslag Landsmóts skáta 2016 er komið í loftið. Höfundur lags & texta er Kristinn Arnar eða Kiddi Landnemi en það ber heitið “Á”.

Lagið er hægt að hlusta á hér fyrir neðan og hlaða niður endurgjaldslaust en einnig er hægt að nálgast texta og hljóma hér: http://www.guitarparty.com/is/song/a/

Landsmót verður haldið á Úlfljótsvatni núna í sumar en nánari upplýsingar um það er hægt að nálgast á vefsíðu mótsins http://www.skatamot.is/ en skráning er nú í fullum gangi!