Vígsla Drekaskáta 3. mars

Landnemar vígðu 16 drekaskáta inn í skátahreyfinguna við hátíðlega athöfn þann 3. Mars. Þetta er kröftugur og öflugur hópur krakka á aldrinum 7-9 ára og er því mikil ánægja að hafa fengið þau inn í hreyfinguna, það liggur enginn vafi á að þau eiga eftir að afreka stóra hluti í framtíðinni.
Það var vel mætt af aðstandendum sem hafa fylgst með krökkunum taka sín fyrstu skref sem skátar. Fólk á öllum aldri kom upp í Háuhlíðina til þess að fylgjast með hvort sem að það voru afar, ömmur, yngri systkini eða eldri. Mikil gleði var við völd við athöfnina og að henni lokinni fengu börn jafnt sem fullorðnir svala og kex. Mikið verður gaman að fygljast með þessum hóp vaxa og dafna.

20160303_183219