9.-10. apríl fór fram gistinótt fyrir drekaskáta. Skátarnir voru þá í 13 tíma í og við skátaheimilið sem stað sett er í Háuhlíð 9. Það mættu alls 16 Drekaskátar sem voru einhverjir að gista að heiman í fyrsta skipti. Veðrið var einstakt og nutu sín allir í botn. Farið var í gönguferðir í öskjuhlíðina, póstaleik og haldin kvöldvaka.
Þessi gistinótt hefði aldrei orðið að veruleika ef foringja nyti ekki við og eiga Alexander, Anna Eir og Bjartur miklar þakkir fyrir að gera helgina ógleymanlega.
Með skátakveðju,
Freysteinn Oddsson
Drekaskátaforingi