ÚTIVISTARDAGUR Landnema.

Öll saman.

Fjörugur dagur. Útivist – Klifur – Áttaviti – Dagskrárpóstar.

Laugardaginn 16. apríl efna Landnemar til ÚTIVISTARDAGS fyrir Drekaskáta, Fálkaskáta, Drótttskáta og Rekkaskáta, – alla skáta Landnema.

Lagt verður af stað frá Skátaheimili Landnema kl. 13 og haldið fótgangandi suður í Öskjuhlíð. Þar eru frábær og fjölbreytt tækifæri til leikja og skemmtunar, – klifursvæði, eldstæði, leikjakjarnar og skógarsvæði og þar verður skipulögð dagskrá. Um kl. 15:30 munum við fá okkur heitt kakó og eitthvað í gogginn og verða áfram við leiki fram eftir degi.

Þá verða grillaðir hamborgarar handa hópnum enda öll orðin svöng. Eftir mat syngjum við nokkra skátasöngva við eld úti eða inni, allt eftir veðri en viðburðinum lýkur um kl. 20.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig sérstaklega, en gott að láta vita um þátttöku, t.d. á fimmtudag eða Fb skilaboðum á síðu Landnema. Verð kr. 500/- pr. þátttakanda.

Mætum nú sem flest, munum klæðum okkur eftir veðri.

Sjáumst sem flest!

LANDNEMAR.

Athugið: Þessi viðburður nú kemur í stað félagsútilegu sem fyrirhuguð hafði verið seinni hluta vetrar, en Vetrarskátamótið um mánaðarmótin jan./feb. setti strik í starfsáætlun vetrarins.