Uppskeruhátíð í Háuhlíðinni

Við viljum bjóða áhugasömum Landnemum, öllum þeim krökkum sem komu í Útilífsskólann og foreldrum þeirra að koma og fagna með okkur vel heppnuðu skátasumri. Á sunnudaginn kl 13-15 verðum við með Uppskeruhátíð í Háuhlíð 9 þar sem við munum grilla pylsur, fara í leiki og gleðjast saman. Kaffi verður í boði fyrir fullorðna fólkið og auðvitað er það líka velkomið að vera með í leikjunum. Einnig munum við kynna vetrarstarfið okkar og það sem framundan er á komandi skátaári.