Vetrarstarfið framundan

Nú er að styttast í góðu sumri, þar sem Landnemar voru á ferði og flugi. – Félagið stóð m.a. fyrir öflugu skátamóti í júní s.l., Landnemamótinu í Viðey og tók jafnframt þátt í Landsmóti skáta að Úlfljótsvatni í júlí en þar var mikið fjör. Nú stendur yfir undirbúningur fyrir vetrarstarf Landnema, niðurröðun funda, viðburða og viðfangsefna. Ekki síður mönnun í störf skátaforingja og leiðbeinenda. Síðar verður tilkynnt um nánari tilhögun þessa. Vinsamlegast athugið að upplýsingar um fundartíma o.þ.h. hér á heimasíðunni eru fyrir síðasta vetur. Nýjar upplýsingar eru væntanlegar 5.9.

Laugardaginn 3. september milli kl. 14 og 17 verður innritunar- og upplýsingadagur Landnema í skátaheimilinu að Háuhlíð 9. – Verið velkomin.

12969305_10154830166949126_1435566613_n