Nú hafa allar sveitir félagsins hist og fundað í vikunni sem er að líða. Eins og við mátti búast, fréttum við af einhverjum árekstrum á fundartímum og íþróttaæfingum og öðrum tómstundartímum og þurfum við því að gera örlitlar breytingar þannig að tíminn henti sem flestum. Það þýðir að drekskátafundirnir færast til kl. 18:30 á mánudögum. Við vonum innilega að þetta sé engum til ama. Aðrir fundir halda áður auglýstum tíma.
- Huginn og Muninn, drekaskátar (8-9 ára): Mánudögum kl. 18:30 til 19:30
- Þórshamar, fálkaskátar (10-12 ára): Mánudögum kl. 17:00 til 18:30
- Víkingar, dróttskátar (13-15 ára): Þriðjudögum kl. 20:00 til 21:30