í liðinni viku settu dróttskátar í Landnemum upp bíó úti í garði. Reistur var þrífótu, hengt á hann tjald og skjávarpa komið fyrir á pallinum. Dýnur, koddar og ullarteppi þöktu svæðið og einnig var poppvél frá skátalandi á svæðinu. Hvað ætli dróttskátarnir taki sér fyrir hendur næst?