Skátastarfið í Landnemum hefst af fullum krafti mánudaginn 12. september. Fundir vetrarins eru á mánu- og þriðjudögum:
- Huginn og Muninn (8-9 ára): Mánudögum kl. 18:30 til 19:30
- Þórshamar (10-12 ára): Mánudögum kl. 17:00 til 18:30
- Víkingar (13-15 ára): Þriðjudögum kl. 20:00 til 21:30
- RS Plútó í samstarfi við önnur félög í Rvk (16-18 ára): Fyrsti fundur sunnudaginn 18. sept. kl. 19:00. Sjá FB-viðburð. Fundartími vetrarins ákveðinn þar.
Öllum er velkomið að kíkja á fundi og prófa skátastarf núna í september. Við tökum vel á móti þér!
Allir skátar þurfa að endurnýja skráningu sína í félagið og nýjir félagar ap nýskrá sig. Við höfum tekið upp nýtt félagatal. Athugið að foreldrar þurfa fyrst að skrá sig inn í kerfið og síðan skrá börnin sín gegnum sinn aðgang. Ef þið lendið í vandræðum ekki hika við að senda okkur línu á landnemi@landnemi.is eða á facebook síðu Landnema.