Fréttir af fálkum

Í dag fóru fálkaskátar í sveitinni Þórshamar í hjólaferð upp í Öskjuhlíð. Þar var sett upp siglína og fengu skátarnir að spreyta sig á því að síga niður klettana. Oft getur reynst erfitt að takast á við nýjar áskoranir, að treysta á ný tæki og tól en fyrst og fremst að treysta á sjálfan sig. Skátarnir stóðu sig allir með stakri prýði.

Í næstu viku verður svo hjólað niður í Nauthólsvík og tekist á við ný og krefjandi verkefni. Helgina 28. – 30. október fara fálkarnir í sveitarútilegu yfir heila helgi í skátaskálann Vífilsbúð í Heiðmörk. Það verður spennandi!

img_1775-2