Gistinótt drekaskáta

Nú er fyrsti dagskráhringurinn að klárast en honum líkur með gistinótt í skátaheimilinu núna á föstudaginn. Þá ætlum við að skoða, smakka og sýna hvað við erum búin að vera að gera og er foreldrum boðið að koma og taka þátt í kvöldvöku og vígsluathöfn. Mæting fyrir skátana er kl. 18:30, södd og búin að borða kvöldmat en svo hefst kvöldvakan kl. 20:00.  Hér fyrir neðan er tímaplan og útbúnaðarlisti. Í skátaheimilinu eru dýnur en skátarnir koma sjálfir með svefnpoka eða sæng og kodda. Allir sem ætla að taka þátt í gistinóttinni á föstudaginn þurfa að vera skráðir í félagið, og er það er gert HÉR

Tímaplan & útbúnaðarlisti

14435053_10210848773274593_3299643126968305787_o