Gulur, grænn og appelsínugulur – nýr dagskráhringur dreka

Á morgun hefst næsti dagskráhringur drekaskáta, með yfirskriftinni „samfélagið/umhverfið“. Hópnum hefur verið skipt upp á nýtt, í gulan, grænan og appelsínugulan hóp. Í hringnum ætlum við m.a. að læra dulmál, skoða hvaðan pappír og plast kemur og af hverju við flokkum. Við ætlum líka að taka þátt í verkefninu Jól í skókassa sem er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

  •  Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða jó-jó.
  • Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
  • Hreinlætisvörur. tannbursta og tannkrem, sápustykki, greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
  • Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
  • Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.

Hver hópur setur saman einn eða tvo kassa og því þurfa allir að koma með aðeins 2-3 hluti sem þeir vilja setja í kassann og gefa. Við gerum alls ekki ráð fyrir að fólk stökkvi út í búð og kaupi hitt og þetta heldur einmitt frekar að krakkarnir líti í kringum sig og sjái hvort að það sé eitthvað sem þau eru kannski hætt að nota eða eigi til aukalega.

img_8318-2