Skráning, árgjald & peysur

Nú eru liðnar þrjár vikur frá fyrsta fundi og gerum við því ráð fyrir að flestir séu búnir að gera upp hug sinn um hvort þeir ætli að starfa með okkur í vetur. Einfalt er að skrá skáta í félagið með hnappnum hér vinstra megin á síðunni. Í því ferli eru fylltar út greiðslu upplýsingar og er m.a. boðið uppá að fá greiðsluseðil í heimabanka og að greiða með frístundakortinu. Árgjaldið er 30.000 kr. og greiðist í tvennu lagi, 15.000 kr. fyrir og eftir áramót. Systkinaafsláttur er 20% fyrir þau systkini sem koma á eftir því fyrsta. Innifalið í árgjaldi er Landnema peysa en hana geta skátarnir nálgast á skrifstofunni okkar.img_8517-2