Fáninn fangaður í félagsútilegu

Nú erum við komin heim úr félagsútilegunni sem var haldin í KSÚ á Úlfljótsvatni um helgina. Við vorum mjög heppin með veður en það var nánast logn alla helgina og 2-3 gráður og sól. Á laugardaginn var farið í hæk og leikurinn fangaðu fánann (capture the flag) var einnig gríðarlega vinsæll. Við eyddum seinni partinum í að búa til hnúta úr leðri og leir, semja, æfa og undirbúa skemmtiatriði og annað skemmtilegt. Um kvöldið var kvöldvaka, vígsluathöfn og loks næturleikur. Í dag vöknuðum við, héldum þrifakeppni Landnema og gengum að Ljósfossvirkjun þar sem við skoðuðum sýninguna Orka til framtíðar.

Vonum að allir hafi komið glaðir og þreyttir heim í dag og spenntir í að mæta á skátafundi á morgun!  Myndir frá útilegunni eru á facebook síðu Landnema!

img_9263