Félagsútilega Landnema 18. – 20. nóvember

Félagsútilega Landnema verður haldin helgina 18. – 20. nóvember þar sem Landnemar á öllum aldri fara saman á Úlfljótvatn. Lagt verður af stað með rútu frá skátaheimilinu á föstudeginum um kl. 19:00 og heimakoma á sunnudeginum um kl. 16:00. Drekaskátar verða eina nótt, frá laugardegi til sunnudags. Þeir leggja af stað frá skátaheimilinu kl. 14:00 á laugardegi og koma heim á sama tíma og hinir á sunnudeginum kl. 16:00. Nauðsynlegt er að skrá skátana sem fyrst, en skráning fer fram hér. Allur matur er innifalinn ásamt gistingu, rútu og dagskrá. Gjaldið fyrir útileguna er 8.000 kr. fyrir fálka- og drótt- en 5.000 fyrir drekaskáta.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á þessum stærsta og flottasta viðburði félagsins!

12657755_1011761668910509_7666729261095447719_o