Hjarta, spaði, tígull, lauf

Drekaskátar hefja síðasta dagskrárhringinn þetta árið. Hann er með yfirskriftinni “Útivist” en skátarnir takast á við ýmis verkefni svo sem skyndihjálp, traustleiki, trönubyggingar og útieldun. Hópnum var skipt uppá nýtt í fjóra hópa; hjarta, spaða, tígul og lauf. Síðasti fundur fyrir jól er mánudaginn 12. desember og svo hefst starfið að nýju á afmælisdegi Landnema 9. janúar.

img_9283-2