Hyvää päivää!! – góðan daginn!!

Í dag hringdu drekaskátar í jafnaldra sína í Finnlandi í gegnum Skype. Þar ræddu þau saman í máli og myndum um Finnland, Ísland, skátana, lífið & tilveruna. Fálkaskátar fóru í póstaleik á Klambratúni og fengust þar við blindrabraut, dulmál og hnúta. Á morgun fara dróttskátarnir í hellaferð í Hundraðmetrahelli í Helgardal undir leiðsögn Gísla Arnar Bragasonar, jarðfræðings og skáta.

Minnum á skráning í félagsútileguna sem fer fram um næstu helgi 18. – 20. nóvember. Skráningu líkur á miðvikudaginn 16. nóvember.  SKRÁNING HÉR
Nánari upplýsingar eru í færslunni hér fyrir neðan og ef það vakna einhverjar spurningar er hægt hafa samband við okkur á FACEBOOK eða á landnemi@landnemi.is

cam01385-768x1024-copy