Síðustu hringirnir í gang

Nú eru allar sveitir komnar af stað í síðustu dagskrárhringina og líður senn að lokum þessarar haustannar. Drekaskátar eru í útivistar dagskrá og eru þar meðal annars í útieldun & skyndihjálp, fálkaskátar vinna í flokksandanum, búa til flokkseinkenni og gerðu í dag piparkökuhús. Dróttskátar eru í handverks dagskráhring og ætla að smíða og mála allskonar sniðugt.

Síðustu fundir fyrir jól verða 12. og 13. desember. Foringjar hittast í hátíðarkvöldverði 16. desember og gera upp haustönnina. Starfið hefst svo að nýju á afmæli Landnema, sameiginlegum viðburði félagsins sem verður mánudaginn 9. janúar.

Gleðilega aðvenntu! sjáumst í jólafíling núna í desember.

img_9372-2