Til drekaskáta og foreldra

Takk kærlega fyrir frábæra haustönn! Það er búið að vera ótrúlega gaman hjá okkur og við erum heldur betur búin að læra ýmislegt. Við bjuggum til ávaxta sorbet og gerðum skemmtiatriði sem við fluttum fyrir fullum sal á gistinóttinni. Við settum saman jólagjafir fyrir bágstödd börn í Úkraínu, lærðum að tala saman á allskonar skrýtnum tungumálum og hringdum til Finnlands. Við fórum í útilegu á Úlfljótsvatn, lærðum að kveikja eld og hvernig á að bregðast við ef einhver meiðir sig eða slasast. Myndir frá önninni er hægt að sjá hér í albúmi sem við höfum tekið saman: https://goo.gl/photos/raq2HHy2AcKveeHaA

Starfið hefst að nýju eftir jólafrí mánudaginn 9. janúar og þá verður örugglega ekki minna fjör. Fyrsti fundurinn verður afmæli Landnema, sameiginlegur fundur fyrir alla skáta í félaginu. Það hefst líklega aðeins fyr en hefðbundnir fundir en nánari upplýsingar um afmælið og starfið á næsta ári verða birtar hér á vefnum þegar nær dregur.

Vonum að allir hafi það gott yfir hátíðarnar og hlökkum til að sjá ykkur aftur á nýju ári.

img_9283-3