Heill, gæfa, gengi!

Í dag fóru um 50 Landnemar í ferðalag í tilefni af 67 ára afmæli félagsins. Förinni var heitið út í eyju sem við þekkjum vel og er í nágrenni Reykjavíkur. Hún heitir Viðey, en þar höldum við Landnemar árlega skátamót í júní. Það var öðruvísi að koma í eyjuna að vetrarlagi og sjá hvaða aðra möguleika hún hefur upp á að bjóða. Eftir mjög spennandi og skemmtilega bátsferð, dönsuðum við kónga í einni halarófu upp frá bryggjunni og inn að friðarsúlunni. Þar var hópnum skipt í fjóra hópa og við tók flokkakeppni í ýmsum greinum, s.s. teppaviðsnúningi og mylluboðhlaupi. Sigurvegari dagsins var samvinnan og fengu því allir að gæða sér á verðlaununum, kakó og ávöxtum.

img_9843-2