Óvissuferð á afmæli Landnema 2017

Gleðilegt nýtt ár! Nú fer starfið aftur af stað hjá okkur, en það hefst á æsi spennandi óvissuferð mánudaginn næsta 9. janúar í tilefni af afmæli Landnema.

Mæting er í skátaheimilið Háuhlíð 9 kl. 15:30 en lagt verður af stað með rútu á slaginu 15:45. Viðburðurinn er fyrir alla skáta í félaginu og því frábær leið til að byrja árið saman. Áætlað er að þessu ljúki klukkan 19:00 í skátaheimilinu. Mikilvægt er að allir komi klæddir eftir veðri.nlcoymb